Aðalfundir 2007
Sameiginlegur aðalfundur Innri- og Ytri-deildar KFFB verður haldinn mánudaginn 26. mars 2007 kl. 20.00 í kaffistofu frystihússins.
Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn á Hótel Bjargi fimmtudaginn 29. mars 2007 kl. 17.30.
Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f verður haldinn á Hótel Bjargi fimmtudaginn 29. mars 2007 kl. 18.30.
Kolmunnalöndun
Færeyska skipið Jupiter kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 2000 tonn af kolmunna. Kolmunninn veiðist nú vestur af Írlandi og var um 490 sjómílna sigling til Fáskrúðsfjarðar. Þetta er þriðji farmurinn af kolmunna sem Loðnuvinnslan tekur á móti í ár og hafa nú borist um 6000 tonn af kolmunna til Fáskrúsfjarðar það sem af er árinu.
Kolmunni til LVF
Færeyska skipið Carlton kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 1400 ton af kolmunna.
Loðnulandanir
Í gærkvöldi kom Finnur Fríði til Fáskrúðsfjarðar með 1.700 tonn af loðnu og í nótt kom Saksaberg með 700 tonn og bíður löndunar. Þá er Hoffell á leið til Fáskrúðsfjarðar með um 1200 tonn.
Finnur Fríði kominn aftur
Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 2100 tonn loðnu, en loðnuna fékk skipið út af Garðskaga. Þá er Hoffell á leið til Fáskrúðsfjarðar með 1200 af loðnu. Frysting loðnuhrogna er nú í fullum gangi hjá LVF og í gær höfðu verið fryst liðlega 400 af hrognum og 1640 tonn af loðnu.
Hrognafrysting hafin
Byrjað var að frysta loðnuhrogn hjá LVF
laugardaginn 17. febrúar, en þá voru fryst um 60 tonn úr Hoffelli. Sama dag landaði færeyski báturinn Norðborg um 1400 tonnum af loðnu og voru hrogn einnig fryst úr þeim farmi. Í morgun er verið að landa úr Finni Fríða um 2300 tonnum af loðnu og Hoffell bíður með með um 1200 tonn svo að hrognavinnsla heldur áfram hjá LVF næstu daga. Þá er búið að frysta um 1600 tonn af loðnu hjá LVF, sem er að stærstum hluta fyrir Austur-Evrópu markað, en í síðustu viku var afskipað um 1000 tonnum sem fóru á Rússlandsmarkað.
Senior kominn aftur
Norska skipið Senior kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 400 tonn af loðnu. Það er ekki í frásögur færandi nema að því leyti að Senior landaði hér svipuðum farmi í gær og fékk aflann út af Austfjörðum, þar sem norsku skipin mega aðeins veiða fyrir norðan 64° til 15. febrúar.
Loðnulöndun
Í dag er norska skipið Senior að landa um 400 tonnum af loðnu.
Loðnulöndun
Norska skipið Röttingöy landaði í gær um 500 tonnum af loðnu hjá LVF.
Loðnulöndun
Norska skipið Roaldsen kom til Fáskrúðsfjarðar í dag með um 650 tonn af loðnu.
Fyrsti kolmunninn
Í dag kom færeyska skipið Tróndur í Götu til Fáskrúðsfjarðar með um 2600 tonn af kolmunna og er þetta fyrsti kolmunnafarmurinn sem kemur til Loðnuvinnslunnar á árinu. Kolmunninn veiddist vestur af Írlandi og var skipið um 3 sólarhringa að sigla til Fáskrúðsfjarðar.
Loðnulandanir
Í gær landaði norski báturinn Havglans um 500 tonnum af loðnu hjá LVF og í dag verður landað úr Sjöbris um 600 tonnum.