Loðnuvinnslan hf hefur gengið frá kaupum á eignarlóðunum Hafnargötu 19 og 21, Fáskrúðsfirði, ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Hafnargata 19 var keypt af Skeljungi hf., en Hafnargata 21 (Hilmir) var keypt af Reyni Guðjónssyni. Lóðirnar eru samtals liðlega 3000 m2. Gert er ráð fyrir því að öll mannvirki á lóðunum verði rifin nema skemman á Hilmislóðinni sem er 727 m2, sem ráðgert er að lagfæra og nota sem geymsluhúsnæði. Stefnt er að því að ganga frá svæðinu á líkan hátt og öðrum lóðum fyrirtækisins.