Færeyski sjómaðurinn Arnfinnur Isaksen frá Götu er 70 ára í dag. Hann er staddur á Fáskrúðsfirði, þar sem hann er skipverji á Tróndi í Götu. Arnfinnur sem verið hefur til sjós í 55 ár var m.a. á togaranum Austfirðingi 1956, þá 19 ára, með Þórði Sigurðssyni, skipstjóra, og Steini Jónssyni á Eskifirði, og hefur því oft komið við hér á Fáskrúðsfirði. Loðnuvinnslan hf óskar Arnfinni hjartanlega til hamingju með daginn.

Á heimasíðu Vinnunnar í Færeyjum er greint frá afmæli Arnfinns.