Í gærkvöldi bárust til Fáskrúðsfjarðar um 2.400 tonn af síld úr norsk-ísl. síldarstofninum. Það voru Eyjabátarnir Kap VE 4 sem var með um 1.100 tonn og Sighvatur Bjarnason VE 81 sem var með um 1.300 tonn. Bátarnir voru á partrolli og fengu aflann innan íslenskrar landhelgi djúpt austur af landinu. Aflinn fór allur í bræðslu.