Færeyska skipið Norðborg kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 2000 tonn af kolmunna. Hoffell er svo væntanlegt í kvöld með fullfermi af Færeyjamiðum. Að loknum þessum löndunum hefur Loðnuvinnslan tekið á móti um 20.000 tonnum af kolmunna það sem af er árinu.