Færeyska skipið Saksaberg kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 800 tonn af norsk-ísl. síld. Um 560 sjómílna sigling var af miðunum norður í hafi og var skipið á þriðja sólarhring á leið sinni til Fáskrúðsfjarðar. Síldin fór öll í bræðslu.


Þá lestaði flutningaskipið Wilson Brugge 1.700 tonn af fiskimjöli, sem það flytur til Skagen í Danmörku.