Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f á fyrsta ársfjórðungi 2007 nam kr. 257 millj. eftir skatta, samanborið við 71 millj. króna tap á fyrsta ársfjórðungi 2006.

Rekstrartekjur félagsins voru kr. 1.210 millj. og hækkuðu um 32% miðað við við sama tíma árið 2006.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam kr. 252 millj., sem er 21% af tekjum og hækkaði um kr. 70 millj. frá fyrra ári. Veltufé frá rekstri var kr. 247 millj. eða 20% af tekjum og hækkaði úr 12% miðað við sama tíma í fyrra. Afskriftir voru kr. 49 millj., sem er sama fjárhæð og árið áður.

Eigið fé Loðnuvinnslunnar var í lok tímabilsins kr. 1.790 millj., sem er 48% af niðurstöðu efnahagsreiknings og hækkaði um 17% á milli ára. Nettó skuldir félagsins voru kr. 847 millj. og höfðu lækkað um 380 millj. frá fyrra ári.

Á fyrsta ársfjórðungi tók Loðnuvinnslan m.a. á móti 18.500 tonnum af loðnu og 10.500 tonnum af kolmunna. Þá framleiddi félagið m.a. liðlega 1.600 tonn af frystri loðnu og um 1.200 tonn af loðnuhrognum.