Loðna

Í nótt kom norska skipið Norderveg til Fáskrúðsfjarðar með 900 tonn af loðnu. Loðnan fer í vinnslu hjá LVF.

Fyrsta loðnan til LVF

Fyrsta loðnan á þessari vertíð barst til Fáskrúðsfjarðar í nótt. Það var norska skipið Gerda Marie sem kom með um 880 tonn. Loðnan verður flokkuð og fryst hjá LVF.

Gleðilegt nýtt ár 2010

Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Gleðilegt nýár. KFFB og LVF

Gleðileg jól

Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

KFFB og LVF

Fjarðanet h/f

Stjórn Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga samþykkti á fundi sínum þann 11. nóv. 2008 að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu Fjarðanets h/f í Neskaupstað með því að kaupa 16,83% hlut í félaginu.

Eftir endurskipulagninguna eru hluthafar í Fjarðaneti 21 talsins. Þrír hluthafar eiga meira en 10% í félaginu, en þeir eru Hampiðjan h/f 50,86%, Eignarhaldsfélag Austurlands ehf 29,02% og Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga 16,83%.

Fjarðanet rekur í dag starfsstöðvar með alhliða veiðarfæraþjónustu á 4 stöðum á landinu þ.e. í Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Akureyri og Ísafirði. Fjarðanet er eina fyrirtækið á landinu með alhliða þjónustu við fiskeldisfyrirtæki og rekur þvottastöð fyrir fiskeldispoka á Reyðarfirði. Þá er fyrirtækið einnig með þjónustu við verktaka og framkvæmdaaðila og gerði m.a. nýverið samning við Alcoa Fjarðaál um sölu og þjónustu á hífibúnaði. Hjá Fjarðaneti starfa nú um 20 manns og er ársveltan um 300 milljónir.

Aðalfundur Fjarðanets fyrir árið 2008 var haldinn í aðalstöðvum Hampiðjunnar að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði 29. október s.l. Fram kom á fundinum að verulegur viðsnúningur hefur átt sér á rekstri félagsins og ljóst að endurskipulagning þess er farin að skila sér. Í stjórn Fjarðanets h/f voru kosnir: Jón Guðmann Pétursson, formaður, Gísli Jónatansson og Gunnþór Ingvason. Framkvæmdastjóri er Jón Einar Marteinsson.

Norsk-íslensk síld

Færeyska skipið Jupiter kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 500 tonn af norsk-ísl. síld. Síldin verður flökuð og söltuð hjá LVF.

Makrílrannsóknir

Sunnudagskvöldið 9. ágúst hélt Hoffell til rannsókna á útbreiðslu makríls hér við land, en samkomulag hefur orðið um að skipið verði við þessar rannsóknir í ca. 20 daga. Hoffell verður með Árna Friðrikssyni til að byrja með og kannar í fyrstu útjaðra leitarsvæðis Árna. Eftir að Árni Friðriksson hættir rannsóknum tekur Hoffell makrílrannsóknartroll Árna og heldur áfram norður og vestur um land og klárar rannsóknina skv. nánari fyrirmælum Hafrannsóknarstofnunnar.

Hægt er að fylgjast með ferðum Hoffells og annarra rannsóknarskipa á heimasíðu Hafró.

Finnur Fríði

Færeyska skipið Finnur Fríði landaði í gær liðlega 100 tonnum af norsk-íslenskri síld. Síldin var öll flökuð og söltuð hjá LVF.

Sjómannadagurinn 2009



Hátíðardagskrá laugardaginn 6. júní:



Kl. 11.00. Víðavangshlaup Leiknis frá tjaldsvæðinu.



Kl. 13.00. Sigling um Fáskrúðsfjörð með Hoffelli og Ljósafelli.



Kl. 15.00. Sjómanndagsmessa í Fáskrúðsfjarðarkirkju og blómsveigur lagður að minnisvarðanum. Prestur séra Gunnlaugur Stefánsson.



Kl. 16.00. Sjómannadagskaffi slysavarnardeildarinnar Hafdísar í félagsheimilinu.

Ljósafell 36 ára

Um hádegið lagðist Ljósafell SU 70 að bryggju á Fáskrúðsfirði með 105 tonn af bolfiski og eru um 80 tonn af aflanum ufsi.


Ljósafell kom til Fáskrúðsfjarðar 31. maí 1973 eftir 6 vikna siglingu frá Japan og hefur því þjónað Fáskrúðsfirðingum í 36 ár. Skipið var lengt og endurbyggt í Nauta-skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi 1988-1989 og aftur var skipið endurnýjað hjá Alkor-skipasmíðastöðinni í Gdansk 2007-2008. Ljósafell hefur alla tíð verið mikið happafley og með tilkomu þess varð mikil breyting í atvinnumálum Fáskrúðsfirðinga. Það má með sanni segja að ekkert skip hafi lagt eins mikið til samfélagsins á Fáskrúðsfirði eins og Ljósafell. Skipstjórar á Ljósafelli hafa frá upphafi verið þrír: Guðmundur Ísleifur Gíslason 1973-1980, Albert Stefánsson 1981-1994 og Ólafur Helgi Gunnarsson frá 1995.


Ljósafell heldur aftur til veiða kl. 20.00 annað kvöld (1/6) og kemur aftur til hafnar laugardaginn fyrir sjómannadag (6/6).

NORÐBORG KG 689

Föstudaginn 8. maí s.l. kom til heimahafnar í Klaksvík nýtt uppsjávarveiðiskip Norðborg KG 689. Skipið var byggt í Chile og var þrjár vikur að sigla til Færeyja. Skipið er 88 m langt og 18,4 m á breidd. Þetta er fullvinnsluskip búið flökunarvélum, frystitækjum og fiskimjölsverksmiðju. Skipið kostaði um 270 millj. dkr. eða um 6 milljarða ísl. kr. Eigendur, Kristian Martin Rasmussen og fjölskylda, hafa nú selt eldri skip sín Norðborg og Christian í Grjótinum.

Þessir aðilar hafa verið tryggir viðskiptavinir Loðnuvinnslunnar hf og landað miklu hráefni á Fáskrúðsfirði í gegnum tíðina. Friðrik Guðmundsson, stjórnarformaður LVF og Gísli Jónatansson, framkvstj. voru viðstaddir móttöku skipsins í Klaksvík s.l. föstudag.

Sumarkveðja

Óskum starfsfólki okkar gleðilegs sumars með þakklæti fyrir samstarfið í vetur.

Loðnuvinnslan hf