Áætlað er að bolfiskvinnsla liggi niðri í 4-6 vikur hjá LVF í sumar vegna hráefnisskorts. Miðað við kvótastöðu Ljósafells í lok apríl er gert ráð fyrir því að síðasta löndun togarans fyrir sumarstopp verði mánudaginn 19. júlí og síðasti vinnsludagur verði föstudagurinn 23. júlí.

LVF gerir ráð fyrir því að framleiðsla á frystum makríl verði töluverð í sumar og gæti markrílvinnslan haft áhrif á það hve lengi bolfiskkvótinn endist.