Í morgun kom norska loðnuskipið Liafjord til Fáskrúðsfjarðar með um 1050 tonn af loðnu sem veidd var í Barentshafi. Loðnan verður kúttuð og hrognin fryst hjá LVF. Liafjord er 5. norska skipið sem landar loðnu úr Barentshafi á Fáskrúðsfirði á þessari vertíð.