Í gærkveldi kom til Fáskrúðsfjarðar 4. norska skipið með hrognaloðnu. Það var Nordervon, sem kom með um 1400 tonn. Í dag er verið að landa og kútta úr Nordervon og verið að ljúka við að frysta hrognin úr Norderveg, næsta skipi á undan.

Það er því mikið um að vera hjá LVF þessa dagana og unnið hefur verið á vöktum við kúttun og hreinsun hrognanna. Skólafólk hefur m.a. verið við hrognavinnsluna um helgina.