Í dag er verið að landa 640 tonnum af loðnu úr norska skipinu Norderveg, sem veidd var í Barentshafi. Loðnan verður kúttuð og hrognin fryst hjá LVF. Á þessu ári hefur Norderveg landað fjórum sinnum hjá LVF, þremur loðnuförmum og einum farmi af kolmunna.