Norska skipið Akeröy kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 1200 tonn af loðnu úr Barentshafi. Loðnan er kreist og eru hrognin fryst hjá LVF.

Í morgun lagðist svo Norderveg að bryggju á Fáskrúðsfirði með um 1050 tonn af Barentshafsloðnu og bíður löndunar.