S.l. mánudag kom til Fáskrúðsfjarðar norska skipið Staaloy (áður Libas) með um 1200 tonn af loðnu sem veidd var í Barentshafi. Loðnan var kreist og voru hrognin fryst hjá LVF. Þetta mun vera fyrsti loðnufarmurinn úr Barentshafi sem kemur til Íslands og unnin eru úr hrogn til manneldis.