Breytingar og sumarfrí.
Tveggja vikna sumarfrí er í frystihúsinu og var síðasti vinnudagur 22. júlí og verður byrjað að vinna aftur mánudaginn 9. ágúst. Ljósafellið er líka stopp í tvær vikur, en það fer aftur á veiðar þriðjudaginn 3. ágúst. Á meðan þessi stöðvun varir er verið að gera umfangsmiklar breytingar á frystihúsinu. Meðal þess sem er breytt er að önnur flæðilína mun fullkomnari en sú sem fyrir var verður sett niður, ásamt forskurðarvél. Við þessar breytingar skapast möguleikar til að taka upp einstaklingsbónus. Þá verður settur upp nýr hausari og sótthreinsunarkerfi frá DIS. Samfara þessum breytingum hefur þurft að gera umfangsmiklar breytingar á fyrirkomulagi frystihússins. Seinni partinn í sumar og í haust verður sett niður flökunarvél, innmötunarkerfi úr móttöku að vélum, lausfrystir og hráefnisflokkari.
Sumarloðna
Norska skipið Mögsterhav H 21 AV landaði í gær 947 tonnum af loðnu hjá LVF.
Sumarloðna
Norska skipið Rottingöy landaði í dag 520 tonnum af loðnu á Fáskrúðsfirði.
Franskir dagar IX
Loðnuvinnslan h/f óskar Fáskrúðsfirðingum og gestum allra heilla á Frönskum dögum, sem nú eru haldnir í 9. sinn.
Sumarloðna
Norska skipið Krossfjord kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 600 tonn af loðnu.
Sumarloðna
Norsku bátarnir Hardfisk og Havglans lönduðu í kringum 700 tonnum af loðnu samanlagt í nótt og morgun. Er þetta fyrsta sumarloðnan sem berst hingað á þessu ári.
Kolmunni
Norska skipið Mögsterhav H-21-AV landaði í gær, sunnudaginn 18. júlí, 815 tonnum af kolmunna hjá LVF.
Krúnborg komin aftur
Færeyska skipið Krúnborg TN 265 frá Þórshöfn kom í nótt til Fáskrúðsfjarðar með um 2400 tonn af kolmunna, sem veiddist norður af Færeyjum og var um 240 sjómílna sigling af miðunum. Krúnborg landaði einnig hjá LVF 28. júní s.l.
Kolmunni
Færeyska skipið Krúnborg TN 265 landaði 28. júní s.l. 2380 tonnum af kolmunna hjá LVF.
Christian kominn á ný
Christian í Grótinum kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 1900 tonn af kolmunna, en skipið landaði einnig fullfermi 19. júní s.l. á Fáskrúðsfirði. Fiskimjölsverksmiðja LVF hefur nú tekið á móti liðlega 37 þús. tonnum af kolmunna á árinu.
Christian landar kolmunna
Laugardaginn 19. júní landaði færeyska skipið Christian í Grótinum KG 690 um 1900 tonnum af kolmunna. Aflinn fékkst innan íslensku lögsögunnar.
Kolmunnalöndun
Færeyska skipið Finnur Fríði FD 86 kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 2500 tonn af kolmunna. Kolmunninn veiddist nálægt miðlínu innan færeysku lögsögunnar og tók túrinn eina viku.