Christian í Grótinum kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 1900 tonn af kolmunna, en skipið landaði einnig fullfermi 19. júní s.l. á Fáskrúðsfirði. Fiskimjölsverksmiðja LVF hefur nú tekið á móti liðlega 37 þús. tonnum af kolmunna á árinu.