Annríki hjá LVF

Mikið hefur verið um síldarlandanir undanfarna daga á Fáskrúðsfirði og því mikið annríki hjá starfsfólki LVF. Síldin sem flökuð hefur verið er bæði unnin í saltflök og bita, og einnig hafa flökin verið fryst. Þá hefur síldin verið söltuð bæði heil og hausskorin. Í dag landaði Víkingur AK 100 um 388 tonnum af síld og fóru 126 tonn til manneldisvinnslu. Það sem af er vertíðinni hafa borist til Fáskrúðsfjarðar um 2200 tonn af síld, sem er mun meira en á sama tíma í fyrra.

Í dag er verið að afskipa um 1300 tonnum af fiskimjöli um borð í flutningaskipið Westerland og flytur skipið það til Danmerkur.

Síldarlöndun

Júpiter ÞH 61 landaði í dag 363 tonnum af síld og fóru 224 tonn í manneldisvinnslu. Síldin veiddist á Glettinganesgrunni.

Síldarlöndun

Víkingur AK 100 landaði í gær 404 tonnum af síld hjá LVF. Síldin veiddist á Vopnafjarðargrunni og var hún nokkuð stærri en sú sem áður hefur veiðst í haust, því til manneldisvinnslu flokkuðust 243 tonn eða 60%.

Síldarlandanir

Í gær lönduðu tveir bátar síld hjá LVF. Víkingur AK 100 235 tonnum og Ísleifur VE 63 212 tonnum. Síldin var smá, en um helmingur hennar fór þó til manneldisvinnslu.

Ingunn AK 150

Ingunn AK 150 landaði í dag hjá LVF 706 tonnum af kolmunna. Skipið varð að hætta veiðum og taka Faxa RE í tog vegna vélarbilunar og draga hann fyrst inn til Eskifjarðar.

Kolmunni

Faxi RE 9 landaði í gær 211 tonnum af kolmunna hjá LVF. Skipið kom hér inn með rifið troll. LVF hefur nú tekið á móti um 70.000 tonnum af kolmunna það sem af er árinu og samtals hafa borist til verksmiðjunnar um 110 þús. tonn af hráefni 2003.

Skipakomur

Ingunn AK 150 landaði 1591 tonni af kolmunna í bræðslu þann 3. október og Svanur RE 45 landaði 108 tonnum 2. október.

Sjötíu ára afmæli KFFB

Laugardaginn 27. sept. s.l. var þess minnst að 6. ágúst 2003 voru liðin 70 ár frá stofnun Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, móðurfélags LVF. Hátíðarsamkoma var í Félagsheimilinu Skrúð kl. 14.00 að viðstöddu fjölmenni. Félagar frá Óperustúdíói Austurlands skemmtu með söng sínum við undirleik Keiths Reed. Þau sem söngu voru Tinna Árnadóttir, Herbjörn Þórðarson og Vígþór Sjafnar Zophoníasson. Kaupfélaginu bárust góðar gjafir og heillaóskir í tilefni tímamótanna. Ávörp fluttu Kjartan Reynissson stjórnarformaður, Gísli Jónatansson kfstj., Einar Jónsson fyrrv. kfstj. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Hermann Hansson fyrrv. kfstj. Kf. Austur-Skaftfellinga, Guðmundur Þorgrímsson oddviti Búðahrepps, Gunnlaugur Arinbjarnarson kfstj. Kf. Héraðsbúa og Jónas Jónasson frá Kolmúla. Fimm voru heiðraðir fyrir löng og farsæl störf sín fyrir kaupfélagið. Þeir eru Óskar Sigurðsson Þingholti, Jónas Jónasson frá Kolmúla, Guðjón Daníelsson Kolmúla, Björn Þorsteinsson Þernunesi og Einar Jónsson fyrrv. kfstj. Fimm manns sem eru jafnaldrar kaupfélagsins fædd 1933 voru afhentar gjafir frá félaginu. Þau eru Geir Helgason, Hjördís Ágústsdóttir, Jónína Árnadóttir, Jóhann Gestsson og Sonja Andrésdóttir. Þá var Ungmennafélaginu Leikni færðar að gjöf kr. 70.000,- og veitti Pálína Margeirsdóttir peningunum viðtöku fyrir hönd Leiknis. Í lok samkomunnar var Gísla Jónatanssyni kfstj. og konu hans Sigrúnu Guðlaugsdóttur afhent blómakarfa. Kl. 23.00 var haldin flugeldasýning og kl. 23.15 hófst opinn dansleikur í Skrúð, þar sem hljómsveitin Nefndin lék fyrir dansi.

Síldarlöndun

Víkingur Ak 100 landaði í dag 219 tonnum af síld úr Berufjarðarál. Í vinnslu fóru 68 tonn, en 151 tonn í bræðslu.

Síldarlöndun

Víkingur AK 100 landaði í morgun 148 tonnum af síld sem veiddist í Berufjarðarál. Síldin var smá og fóru 64 tonn til vinnslu, en 84 tonn í bræðslu.

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga 70 ára

Laugardaginn 27. sept. 2003 verður þess minnst að 6. ágúst s.l. voru liðin 70 ár frá stofnun Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Hátíðarsamkoma verður í Skrúð kl. 14.00, þar sem m.a. félagar frá Óperustúdiói Austurlands skemmta undir stjórn Keiths Reed. Kl. 23.00 verður flugeldasýning og kl. 23.15 hefst dansleikur í Skrúð, þar sem Jón Arngrímsson og félagar leika fyrir dansi. Öllum velunnurum félagsins er boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum. Vonast er til að flaggað verði sem víðast á Fáskrúðsfirði þennan dag.

Síldarlandanir

Víkingur AK landaði 100 tonnum af síld í dag og fóru um 63 tonn af henni til vinnslu. Síldin er blönduð millisíld. Í fyrradag landaði Víkingur 125 tonnum af síld sem fóru í bræðslu.