Færeyska skipið Finnur Fríði FD 86 kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 2500 tonn af kolmunna. Kolmunninn veiddist nálægt miðlínu innan færeysku lögsögunnar og tók túrinn eina viku.