Taits kominn á ný

Skoska kolmunnaskipið Taits kom í gærkvöldi til Fáskrúðsfjarðar með um 1300 tonn af kolmunna af miðunum við Rockall, en áður hafði Taits landað 26. febrúar s.l.

Atlantean landar hjá LVF

Írska skipið Atlantean frá Killybegs kom til Fáskrúðsfjarðar í fyrra kvöld með um 1200 tonn af kolmunna sem skipið veiddi vestur af Írlandi og var um 650 sjómílna sigling til Fáskrúðsfjarðar. Skipið tengist Fáskúðsfirði á þann hátt að LVF keypti 1998 eldri Atlantean frá þessu sama fyrirtæki sem nú heitir Hoffell.

Enn berst loðna til LVF

Færeyska skipið Saksaberg kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 800 tonn af loðnu sem veiddist á loðnumiðunum út af Faxaflóa og var um 34 klst. sigling af miðunum. Kreist verða hrogn úr farminum sem fara til frystingar hjá LVF.

Hoffell komið með kolmunna

Hoffell kom í dag til heimahafnar með um 1300 tonn af kolmunna, sem skipið aflaði á alþjóðasvæðinu suðvestur af Rockall.

Áframhaldandi landanir.

Faxi RE landaði í gærmorgun 433 tonnum af loðnu sem var kreist. Í kvöld er verið að landa kolmunna úr skoska bátnum Taits sem er með 1200 tonn.

Kolmunni og loðna

Hoffell kom í gærdag til Fáskrúðsfjarðar með um 1150 tonn af kolmunna sem skipið fékk vestur af Rockall og var um 500 sjómílna sigling af miðunum. Þetta mun vera fyrsti kolmunnafarmurinn sem íslenskt skip kemur með á þessu ári.

Færeyska skipið Tróndur í Götu kom svo í gærkveldi með um 1600 tonn af loðnu og verða kreist hrogn úr farminum og fryst.

Það sem af er árinu hafa borist til LVF 8000 tonn af kolmunna og um 11000 tonn af loðnu.

Hrognafrysting hafin

Færeyska skipið FINNUR FRÍÐI kom til Fáskrúðsfjarðar í gær með um 2000 tonn af loðnu. Verið er að taka hrogn úr farminum til frystingar og einnig er verið að frysta loðnu fyrir Austur-Evrópumarkað.

Loðnulöndun

Færeyska skipið Tróndur í Götu kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 2400 tonn af loðnu sem veiddist við Vestmannaeyjar. Loðnan fór bæði í frystingu og bræðslu.

Loðnu- og kolmunnalandanir

11. febrúar. Norðborg frá Klaksvík landaði 2400 tonnum af loðnu í bræðslu og frystingu í gær. Í nótt er Finnur Fríði væntanlegur með 2400 tonn af kolmunna sem veiddist í alþjóðasjónum vestur af Írlandi. Er þetta þriðja kolmunnalöndunin á þessu ár því áður lönduðu Júpiter 2000 tonnum og Trónur í Götu 2500 tonnum.

Fyrsti kolmunninn kominn

Í morgun kom færeyski báturinn Júpiter með 2000 tonn af kolmunna til Fáskrúðsfjarðar og er þetta fyrsta kolmunnalöndunin á árinu. Skipið fékk þennan afla vestur af Írlandi og eru u.þ.b. 700 mílna sigling til Fáskrúðsfjarðar.
Myndin er af Júpiter á leið inn Fáskrúðsfjörð í morgun.

Í kvöld er svo von á færeyska skipinu Tróndi í Götu til Fáskrúðsfjarðar með um 2600 tonn af kolmunna.

Ritari óskast

Loðnuvinnslan h/f óskar eftir að ráða ritara við frystihúsið á Fiskeyri. Starf ritara er hlutastarf og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1. febrúar 2006. Skriflegar umsóknir sendist til Þorra Magnússonar, framleiðslustjóra.