Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga var haldinn 31. mars s.l. Hagnaður félagsins skv. samstæðureikningi nam kr. 66 millj., sem skýrist af stærstum hluta af hagnaði af sölu hlutabréfa. Eigið fé félagsins í árslok nam kr. 1.439 millj. sem er 96% eiginfjárhlutfall. Aðal eign félagsins er liðlega 82% eignarhlutur í Loðnuvinnslunni h/f.

Félagsmenn KFFB voru 178 í árslok.