Í dag verður formlega til hin nýja FJARÐABYGGÐ og eru þar með sameinuð í eitt fjögur sveitarfélög, Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Fjarðabyggð og Mjóafjarðarhreppur.

Fjarðalisti og Framsóknarflokkur hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn og verður Guðmundur R. Gíslason forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Þorgrímsson formaður bæjarráðs. Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar verður haldinn þriðjudaginn 13. júní kl. 14.00 að Sólbrekku í Mjóafirði.

Íbúum hinnar nýju Fjarðabyggðar er óskað til hamingju með daginn og árnað heilla í framtíðinni. LVF