Í morgun kom færeyska skipið Finnur fríði FD 86 frá Götu til Fáskrúðsfjarðar með um 500 tonn af norsk-íslenskri síld. Löndun úr Finni hófst um hádegi, eftir að flutningaskipið Haukur hafði lestað 1200 tonn af fiskimjöli sem selt hefur verið til Noregs. Síldin verður unnin til manneldis og verður flökuð og söltuð.