Eiríkur Ólafsson lætur af störfum hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslunni h/f í lok maí n.k. Eiríkur hóf störf hjá Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar h/f árið 1973 á vélaverkstæði. Hann var vélstjóri á Ljósafelli 1974-1981, en tók þá við starfi útgerðarstjóra. Árið 1994 var Eiríkur jafnframt ráðinn fulltrúi kaupfélagsstjóra og framkvæmdastjóra LVF. Eiríkur hóf eigin atvinnurekstur 1. apríl s.l., en hann hefur keypt Bílaverkstæði Borgþórs á Egilsstöðum, sem rekur einnig bílasölu og er m.a. með umboð fyrir Toyota á Austurlandi.

Við starfi Eiríks tekur Kjartan Reynisson sem starfað hefur hjá KFFB og dótturfyrirtækjum þess um 30 ára skeið og þar af á skrifstofum félaganna frá 1981-2005 er hann flutti til Akureyrar.