Tap af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f á fyrsta ársfjórðungi 2006 nam kr. 71 millj. eftir skatta, samanborið við 90 millj. króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi 2005 Tapið skýrist að verulegu leyti af neikvæðum fjármagnsliðum að fjárhæð kr. 224 millj. fyrst og fremst vegna lækkunar íslensku krónunnar, en fjármagnsliðir voru jákvæðir um kr. 32 millj. á þessum tíma árið áður. Þá tók félagið aðeins á móti 12 .þús. tonnum af loðnu í vetur miðað við 40 þús. tonn 2005.

Rekstrartekjur félagsins voru kr. 914 millj. og hækkuðu um 6% miðað við sama tíma árið 2005. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam kr. 182 millj. eða 20% af tekjum og hækkaði um kr. 50 millj. frá fyrra ári. Veltufé frá rekstri var kr. 113 millj. eða 12% af tekjum og lækkaði um kr. 11 millj. frá fyrra ári. Afskriftir voru kr. 49 milljónir lækkuðu um 16%.

Eigið fé félagsins var í lok tímabilsins kr. 1.535 millj. sem er 43% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Nettó skuldir Loðnuvinnslunnar voru kr. 1.227 millj. og höfðu hækkað um kr. 292 millj. einkum vegna kaupa félagsins á varanlegum aflaheimildum.