Hoffell landaði 1361 tonni af kolmunna í nótt og er þá búið er að taka á móti 21 þúsund tonnum af kolmunna það sem af er árinu. Einnig var tekið á móti 11.800 tonnum af loðnu í vetur. Það hefur því verið nóg að gera í verksmiðjunni í febrúar og það sem af er mars. Meðfylgjandi er mynd af vakt no. 100 á árinu og eru á henni talið frá vinstri: Reynir Svavar Eiríksson, Óðinn Magnason vaktformaður, Heimir Hjálmarsson, Hallgrímur Ingi Ólafsson og Þorgeir Sigurðsson. Myndina tók Guðrún Níelsdóttir.