Finnur fríði FD 86 landaði 3. júní 318 tonnum af norsk-íslenskri síld og í kvöld er svo von á Saksabergi FD 125 með um 300 tonn af síld. Síldin hefur veiðst innan íslensku landhelginnar norð-austur af landinu og hefur verið flökuð og söltuð hjá Loðnuvinnslunni h/f.