Kolmunni

Í nótt kom til Fáskrúðsfjarðar norska skipið Nordervon með um 1.750 tonn af kolmunna og í morgun kom einnig færeyska skipið Jupiter með um 2.400 tonn af kolmunna og bíður löndunar.

Kolmunni

Í gærkvöldi kom norska skipið Birkeland til Fáskrúðsfjarðar með um 1.650 tonn af kolmunna til vinnslu hjá LVF.

Loðna

Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar um helgina með um 1600 tonn af loðnu. Frysting loðnuhrogna er nú í fullum gangi á Fáskrúðsfirði.

Loðna

Í morgun kom Hoffell með um 600 tonn af loðnu og Finnur Fríði með um 1300 tonn. Hrogn verða kreist úr aflanum og þau fryst til manneldis.

Ljósafell komið heim

Um kl. 16.30 í gær (28/2) kom Ljósafell til Fáskrúðsfjarðar eftir 5 mánaða endurbætur í Gdansk í Póllandi. Frá Gdansk sigldi Ljósafell til Akureyrar, þar sem að nýjum millidekksbúnaði var komið fyrir í skipinu.

Í dag er verið að gera skipið klárt á veiðar. Það tekur fyrst þátt í togararalli Hafró, en byrjar svo veiðar fyrir frystihús Loðnuvinnslunar eins og það hefur gert í tæp 35 ár.

Ljósafell-Hoffell

Ljósafell lagði af stað frá Akureyri kl 20:00 í gærkvöldi ( 27. feb ) og kemur til Fáskrúðsfjarðar í dag 28. feb. Skipið tekur nú kör, ís, veiðarfæri og togvíra og fer að því búnu til veiða, en fyrsta verkefni skipsins er hið árlega togararall Hafrannsóknarstofnunar.


Lokið er við vélarupprif á ljósavél Hoffells, og heldur skipið til loðnuveiða í dag kl 13:00

Kolmunni

Norska skipið Norderveg kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 1500 tonn af kolmunna.

Loðna

Norska skipið Kings-Bay kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 1200 tonn af loðnu.

Loðna

Í morgun landaði norska skipið Nybo 140 tonnum af loðnu hjá LVF. Um hádegisbil kom norska skipið Roaldsen með um 450 tonn af loðnu. Loðnan fer að mestu leyti í frystingu.

Fyrsti kolmunninn

Norska skipið Selvag Senior kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 1.800 tonn af kolmunna. Þetta er fyrsti kolmunninn sem berst til Fáskrúðsfjarðar á þessu ári.

Fyrsta loðnan

Fyrsti loðnufarmurinn á þessari vertíð barst til Fáskrúðsfjarðar í gær. Það var norska skipið Gerda Marie sem kom hingað með um 650 tonn til frystingar.

Ljósafell á heimleið

Ljósafell lagði af stað frá Póllandi sunnudagskvöldið 3. febrúar s.l. eftir gagngerar endurbætur. Í morgun var skipið 100 sm austur af Færeyjum og verður væntanlega komið til Akureyrar á laugardag, þar sem millidekksbúnaðurinn verður tekinn um borð.