Árshátíð LVF 2008
Árshátíð Loðnuvinnslunnar hf verður haldin í Félagsheimilinu Skrúði laugardaginn 13. des. n.k. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leikur fyrir dansi.
Makríll í Breiðafirði

Þessi fiskur er ekki til eða hvað!!!!. Hann finnst allavega ekki í íslenskri lögsögu í veiðanlegu magni að mati Evrópusambandsins og Noregs og þau 110 þúsund tonn sem veiddust út af Austfjörðum í sumar voru alger tilviljun. Alltaf berast þó fréttir af makríl hér og þar og þessi makríll á myndinni kom í nótina hjá Hoffelli SU 80 við síldveiðar fyrir vestan, nánar tiltekið í Breiðafirði. Makríllinn og félagar hans sem hafa þá væntanlega komið ólöglega til landsins voru „gómaðir“ og landað á Fáskrúðsfirði.
Norsk-ísl. síld
Færeyska skipið Tróndur í Götu kom til Fáskrúðsfjarðar í gær með um 2300 tonn af norsk-ísl. síld. Skipið var um tvo og hálfan sólarhring á leið sinni til Fáskrúðsfjarðar. Síldinni var landað í bræðslu hjá LVF.
Norsk- íslensk síld
Í gærkvöldi kom Tróndur i Götu til Fáskrúðsfjarðar með um 2000 tonn af norsk-ísl. síld og Finnur Fríði lagðist hér að bryggju í morgun með um 2.200 tonn af norsk-ísl. síld. Síldin fer öll í bræðslu hjá LVF.
KFFB 75 ára
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga er 75 ára í dag, en það var stofnað 6. ágúst 1933. Í fyrstu stundaði félagið eingöngu verslunarrekstur, en fiskverkun hófst þó fljótlega og útgerð á vegum félagsins hófst árið 1953. Kaupfélagið hefur um áratuga skeið verið langstærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og ávallt staðið fyrir fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Frá 1. janúar 2002 hefur félagið verið rekið sem eignarhaldsfélag og rekstri þess komið fyrir í hlutafélaginu Loðnuvinnslunni h/f. Eignarhlutur kaupfélagsins í Loðnuvinnslunni h/f er nú um 83%. Hjá Loðnuvinnslunni störfuðu á síðasta ári um 150 manns að meðaltali.
Félagar í Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga eru um 190 talsins.
Norsk-ísl. síld
Færeyska skipið Carlton er að landa um 170 tonnum af síld hjá LVF. Síldin fer í bræðslu.
Sigling á sjómannadag

Að venju munu skip Loðnuvinnslunnar hf., Hoffell og Ljósafell, fara í siglingu í tilefni sjómannadagsins. Siglt verður kl 13:00 laugardaginn 31. maí. Svo skemmtilega vill til að þann dag eru liðin 35 ár frá því að Ljósafell SU 70 kom til Fáskrúðsfjarðar, en það lagðist hér fyrst að bryggju 31. maí 1973 eftir 6 vikna siglingu frá Japan. Skipið var lengt og endurbyggt 1988/1989 í NAUTA-skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi og 2007/2008 var það endurbyggt á ný í ALKOR-skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Fáskrúðsfirðingum og öðrum gestum býðst nú tækifæri til að skoða skipið eftir breytingarnar, en sökum mikilla verkefna hefur almenningi ekki verið gefinn kostur á því fyrr en nú. Loðnuvinnslan hf óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju í tilefni sjómannadagsins.
Næraberg komið á ný
Færeyska skipið Næraberg kom í gærkvöldi til Fáskrúðfjarðar með um 1750 tonn af kolmunna.
Norsk- íslensk síld
Færeyska skipið Saksaberg kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkvöldi með um 250 tonn af norsk-ísl. síld. Síldin veiddist innan íslenskrar lögsögu og er þetta er fyrsta norsk-íslenska síldin sem berst til Fáskrúðsfjarðar á þessu ári. Síldin fór öll í bræðslu.
Næraberg

Færeyska skipið Næraberg landaði í nótt um 2000 tonnum af kolmunna. Hefur Loðnuvinnslan því tekið á móti 6000 tonnum það sem af er vikunni, því Hoffellið landaði 1400 tonnum í gær og Finnur Fríði 2600 á mánudag.
Kolmunni

Finnur Fríði er aftur kominn með fullfermi af kolmunna. Veiðin hefur gengið vel sem sést af því að skipið landaði síðast hjá Loðnuvinnslunni hf þann 16. apríl s.l.
Kolmunni
Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 2500 tonn af kolmunna.