Færeyska skipið Saksaberg kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkvöldi með um 250 tonn af norsk-ísl. síld. Síldin veiddist innan íslenskrar lögsögu og er þetta er fyrsta norsk-íslenska síldin sem berst til Fáskrúðsfjarðar á þessu ári. Síldin fór öll í bræðslu.