Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga er 75 ára í dag, en það var stofnað 6. ágúst 1933. Í fyrstu stundaði félagið eingöngu verslunarrekstur, en fiskverkun hófst þó fljótlega og útgerð á vegum félagsins hófst árið 1953. Kaupfélagið hefur um áratuga skeið verið langstærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og ávallt staðið fyrir fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Frá 1. janúar 2002 hefur félagið verið rekið sem eignarhaldsfélag og rekstri þess komið fyrir í hlutafélaginu Loðnuvinnslunni h/f. Eignarhlutur kaupfélagsins í Loðnuvinnslunni h/f er nú um 83%. Hjá Loðnuvinnslunni störfuðu á síðasta ári um 150 manns að meðaltali.


Félagar í Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga eru um 190 talsins.