Þessi fiskur er ekki til eða hvað!!!!. Hann finnst allavega ekki í íslenskri lögsögu í veiðanlegu magni að mati Evrópusambandsins og Noregs og þau 110 þúsund tonn sem veiddust út af Austfjörðum í sumar voru alger tilviljun. Alltaf berast þó fréttir af makríl hér og þar og þessi makríll á myndinni kom í nótina hjá Hoffelli SU 80 við síldveiðar fyrir vestan, nánar tiltekið í Breiðafirði. Makríllinn og félagar hans sem hafa þá væntanlega komið ólöglega til landsins voru „gómaðir“ og landað á Fáskrúðsfirði.