Ljósafell
Ljósafell er að landa fyrsta afla ársins til vinnslu í frystihúsi LVF. Aflinn er um 100 tonn og uppistaðan þorskur og ufsi. Skipið heldur strax til veiða aftur að löndun lokinni, eða kl 13:00 í dag, mánudaginn 7. janúar.
Fiskimjölsverksmiðjan
Að undanförnu hafa starfsmenn fiskimjölsverksmiðju og vélaverkstæðis, auk annarra iðnaðarmanna, unnið að umfangsmiklum breytingum á fiskimjölsverksmiðju LVF. Verið er að bæta við þeim möguleika að framleiða gufu með rafskautskatli í stað olíukatla. Auk þess hefur verið unnið að því að minnka útblásturs- og lyktarmengun frá verksmiðjunni. Meðal annars hefur verið smíðaður nýr skorsteinn sem mun verða um 50 m á hæð og er þetta trúlega stærsta stykki sem smíðað hefur verið af starfsmönnum á vélaverkstæði LVF. Á myndinni má sjá hvar verið er að hífa þriðju eininguna í nýja skorsteininn. Ennþá á 14 m eining eftir að bætast við og verður þá skorsteinninn kominn í 50 m hæð. Umsjón með þessum framkvæmdum hefur Páll Sigurðsson, verkfræðingur. Páll hafði einnig yfirumsjón með uppsetningu á vélbúnaði verksmiðjunnar þegar hún var byggð árið 1995.
Jólakveðja
Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan hf
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa síðasta túr fyrir jól. Aflinn er um 75 tonn, og uppistaðan ufsi, 40 tonn og þorskur um 30 tonn. Skipið fer aftur til veiða 2. janúar á nýja árinu.
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 85 tonn og uppistaðan þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 11. desember kl. 13:00. Það verður síðasti túr fyrir jól.
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 95 tonn. Uppistaðan er þorskur 50 tonn og ufsi 25 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag, 4. desember kl 13:00
Fyrirtæki mannúðar 2012
Fjölskylduhjálp Íslands veitti 16 fyrirtækjum og tveimur fjölmiðlum viðurkenningar föstudaginn 30. nóvember vegna stuðnings þeirra við Fjölskylduhjálpina. Eitt fyrirtækjanna var Loðnuvinnslan hf og tók Gísli Jónatansson á móti viðurkenningu LVF. Fyrirtækin fengu áletraðan skjöld með yfirskriftinni „Fyrirtæki mannúðar 2012“. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti viðurkenningarnar í húsakynnum Fjölskylduhjálparinnar og Ágerður Jóna Flosadóttir útskyrði þátttöku hvers fyrirtækis.
Hoffell
Hoffell landaði í gær hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Aflinn var 426 tonn og uppistaðan kolmunni. Lítið hefur sést til gulldeplu, en leit verður haldið áfram.
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa um 85 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur, 50 tonn og karfi, 20 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 27. nóvember kl 13:00
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 100 tonn. Þorskur 52, ýsa 6, ufsi 18 og karfi 23. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag 20. nóvember kl 13:00
Ljósafell
Nú er verið að landa úr Ljósafelli. Aflinn er um 70 tonn og uppistaðan þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag 13. október kl 13:00
Hoffell
Hoffell er á landleið með um 500 tonn af síld. Síldin fékkst í Breiðafirði í einu kasti, rétt eins og í síðasta túr. Þetta er síðasti skammturinn á þessari vertíð.