Stór áfangi náðist í dag hjá fiskimjölsverksmiðju LVF., en í dag var gangsettur nýr rafskautaketill verksmiðjunnar. Verksmiðjan fékk úthlutað 5 MW af svokallaðri ótryggðri orku og var því aðeins einn olíuketill keyrður með. Þetta er fyrri hluti samnings sem gerður var við RARIK hinn 26. júní 2012, en samningurinn hljóðar upp á 7 MW til viðbótar 1. september 2013 og verður þá verksmiðjan komin að fullu á rafmagn sé það til staðar. Gerður var raforkusölusamningur við Orkusöluna 4. desember 2012, en RARIK sér um flutning orkunnar.