réttatilkynning frá stjórnum Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslunnar hf.

Gísli Jónatansson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf lætur af störfum í lok sumars eftir 38 ára farsælt og óeigingjarnt starf sem framkvæmdastjóri félaganna. Friðrik Mar Guðmundsson hefur verið ráðinn í hans stað og tekur hann við starfinu 1. september n.k. Friðrik Mar hefur unnið við ýmis stjórnunarstörf í gegnum árin og er nú framkvæmdastjóri Mjólku ehf og Vogabæjar ehf. Þar áður var Friðrik Mar framkvæmdastjóri Matfugls ehf., Tanga h/f á Vopnafirði og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Stöðfirðinga. Þá hefur hann setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja m.a. sem stjórnarformaður Loðnuvinnslunnar hf frá árinu 2004.
Frekari upplýsingar: Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri, sími 470-5000.