Hoffell er nú að landa um 1290 tonnum af loðnu. Aflinn fer allur í bræðslu að þessu sinni. Þá er nánast búið að fiska það sem leyfilegt er og verður nú beðið eftir niðurstöðum úr loðnumælingum Hafró, en Árni Friðriksson er nú í mælingarleiðangri.