Finnur Fríði

Færeyska skipið Finnur Fríði frá Götu kom til Fáskrúðsfjarðar í kvöld með um 2000 tonn af loðnu. Loðnan verður kreist og hrognin fryst hjá LVF. Loðnufrysting hófst reyndar hjá LVF sunnudaginn 26. febrúar, en þá voru unnin hrogn úr Christian í Grótinum. Finnur er því annað skipið sem kemur með hrognaloðnu til Fáskrúðsfjarðar á þessari vertíð.

Það hefur gengið vel á loðnuvertíðinni hjá LVF og búið að taka á móti um 22.000 tonnum það sem af er vertíðinni.

Ljósafell

Ljósafell kom í land í gær með um 50 tonn og er uppistaðan karfi og þorskur. Nú er verið að útbúa skipið fyrir hið árlega togararall Hafrannsóknarstofnunar og hefst það verkefni kl. 13:00 á þriðjudag 28. febrúar.

Christian í Grótinum

Í dag er verið að landa um 1900 tonnum af loðnu úr færeyska skipinu Christian í Grótinum.

Hoffell

Hoffell er lagt af stað heimleiðis með fullfermi af loðnu.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 87 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á morgun kl. 13.00.

Loðnufréttir

Ásgrímur Halldórsson landaði í gær um 1500 tonnum af loðnu hjá LVF.

Hoffell

Hoffell er nú á landleið með fullfermi af loðnu sem fékkst í tveim köstum vestur af Ingólfshöfða í morgun.

Christian í Grótinum

Í dag er verið að landa um 2000 tonnum af loðnu úr færeyska skipinu Christian í Grótinum. Klaksvíkurmenn keyptu þennan bát ekki alls fyrir löngu, en hann kom frá Álasundi í Noregi og hét þar King Cross.

Ljósafell

Nú er verið að landa úr Ljósafelli. Aflinn er um 60 tonn, mest þorskur og einhver ýsa. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 14. febrúar kl 13:00

Loðnufréttir

Ásgrímur Halldórsson SF landaði 1400 tonnum af loðnu í gær ( sunnudag ). Hoffell er síðan á landleið með fullfermi af loðnu sem fékkst við Hrollaugseyjar í nótt. Kemur væntanlega til löndunar um kl 15:00 í dag.

Gamla bræðslan

Að undanförnu hafa Þorsteinn Bjarnason byggingaverkataki og hans menn unnið ásamt starfsmönnum LVF við að endurnýja þakið á gömlu bræðslunni. Gamla þakið ásamt gömlu ryðguðu járnsperrunum voru rifin af og í staðinn settar límtréssperrur og einangruð þakklæðning. Verkið hefur gengið einstaklega vel í hlýviðrinu að undanförnu.

Hoffell á Akranes

Hoffell er nú á leið til Akraness með fullfermi af loðnu sem fékkst í troll austan við land.