Ljósafell
Ljósafell landaði í morgun um 86 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur og ýsa. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 13. febrúar kl 13:00
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa um 93 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 6. febrúar kl 13:00
Hoffell
Hoffell er nú að landa um 1290 tonnum af loðnu. Aflinn fer allur í bræðslu að þessu sinni. Þá er nánast búið að fiska það sem leyfilegt er og verður nú beðið eftir niðurstöðum úr loðnumælingum Hafró, en Árni Friðriksson er nú í mælingarleiðangri.
Hoffell
Hoffell kom inn til löndunar í nótt. Upp úr skipinu komu 1292 tonn af loðnu sem fór öll í bræðslu. Skipið er farið aftur á veiðar.
Loðna
Norska loðnuskipið Gambler kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 300 tonn af loðnu, sem fer til bræðslu hjá LVF.
Fréttatilkynning
réttatilkynning frá stjórnum Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslunnar hf.
Gísli Jónatansson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf lætur af störfum í lok sumars eftir 38 ára farsælt og óeigingjarnt starf sem framkvæmdastjóri félaganna. Friðrik Mar Guðmundsson hefur verið ráðinn í hans stað og tekur hann við starfinu 1. september n.k. Friðrik Mar hefur unnið við ýmis stjórnunarstörf í gegnum árin og er nú framkvæmdastjóri Mjólku ehf og Vogabæjar ehf. Þar áður var Friðrik Mar framkvæmdastjóri Matfugls ehf., Tanga h/f á Vopnafirði og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Stöðfirðinga. Þá hefur hann setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja m.a. sem stjórnarformaður Loðnuvinnslunnar hf frá árinu 2004.
Frekari upplýsingar: Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri, sími 470-5000.
Friðrik Mar Guðmundsson
Friðrik Mar Guðmundsson ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf frá 1. september 2013.
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa og er afli skipsins 76 tonn að þessu sinni,uppistaðan þorskur og ýsa. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 30. janúar kl 13:00
Hoffell
Hoffell er nú að landa fyrstu loðnu vertíðarinnar. Aflinn er um 750 tonn og er hann tekinn í troll. Þessi farmur mun allur fara í bræðslu, en framkvæmdir við verksmiðjuna eru nú langt komnar.
Ljósafell
Ljósafell er komið í land með vikuskammtinn fyrir frystihúsið, eða um 100 tonn. Að þessu sinni er uppistaða aflans þorskur og ýsa. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 23. janúar kl. 13:00
Ljósafell
Ljósafell er nú á landleið með um 81 tonn. Uppistaða aflans er þorskur og ufsi. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 16. janúar kl. 13:00
Starfsmannafélag LVF
Aðalfundur Starfsmannafélags LVF verður haldinn mánudaginn 14. janúar kl 15:15 í kaffistofu frystihúss LVF. Dagskráin er um venjuleg aðalfundarstörf. 1. Kosning fundarstjóra. 2 Skýrsla stjórnar. 3 Reikningar fyrir ári 2012. 4. Kosning stjórnar. 5 Önnur mál.