Ljósafell

Ljósafell kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 54 tonn, aðallega þorsk og karfa. Skipið verður nú útbúið í togararall Hafró og verður í rallinu næstu tvær vikurnar. Ljósafell fer út á þriðjudag.

Fagraberg

Færeyska skipið Fagraberg kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 2500 tonn af loðnu. Skipið bíður löndunar hjá LVF., en verið er að klára löndun úr Hoffelli.

Hoffell

Hoffell kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 1000 tonn af loðnu. Loðnan fer í frystingu og bræðslu hjá LVF.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær liðlega 60 tonnum af bolfiski. Aflinn var aðallega þorskur og karfi. Skipið heldur aftur til veiða á morgun (miðvikudag) kl. 13.00.

Hoffell

Hoffell er á heimleið með 1250 tonn af loðnu og verður komið í nótt. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Merkur áfangi hjá LVF

Stór áfangi náðist í dag hjá fiskimjölsverksmiðju LVF., en í dag var gangsettur nýr rafskautaketill verksmiðjunnar. Verksmiðjan fékk úthlutað 5 MW af svokallaðri ótryggðri orku og var því aðeins einn olíuketill keyrður með. Þetta er fyrri hluti samnings sem gerður var við RARIK hinn 26. júní 2012, en samningurinn hljóðar upp á 7 MW til viðbótar 1. september 2013 og verður þá verksmiðjan komin að fullu á rafmagn sé það til staðar. Gerður var raforkusölusamningur við Orkusöluna 4. desember 2012, en RARIK sér um flutning orkunnar.

Finnur Fríði

Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar um miðnætti í gær með um 1800 tonn af loðnu. Skipið bíður löndunar hjá LVF.

Júpiter landar

Færeyska skipið Júpiter er nú að landa um 1050 tonnum af loðnu hjá LVF. Loðnan fer bæði til frystingar og bræðslu.

Ljósafell

Ljósafell landaði í morgun um 86 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur og ýsa. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 13. febrúar kl 13:00

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 93 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 6. febrúar kl 13:00

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1290 tonnum af loðnu. Aflinn fer allur í bræðslu að þessu sinni. Þá er nánast búið að fiska það sem leyfilegt er og verður nú beðið eftir niðurstöðum úr loðnumælingum Hafró, en Árni Friðriksson er nú í mælingarleiðangri.

Hoffell

Hoffell kom inn til löndunar í nótt. Upp úr skipinu komu 1292 tonn af loðnu sem fór öll í bræðslu. Skipið er farið aftur á veiðar.