16.03.2005
Hoffell landaði í dag 460 tonnum af loðnu sem veiddist út af Vestfjörðum. Frá áramótum hefur verið landað á Fáskrúðsfirði 41.800 tonnum af loðnu og 3.600 tonnum af kolmunna eða um 45.000 tonnum. Á loðnuvertíðinni 2003 bárust til Fáskrúðsfjarðar um 30.000 tonn af loðnu...
15.03.2005
Hagnaður Loðnuvinnslunnar h/f á Fáskrúðsfirði árið 2004 nam kr. 51 millj. eftir skatta, en var kr. 129 millj. árið 2003. Rekstrartekjur félagsins að frádregnum eigin afla voru kr. 2,2 milljarðar og lækkuðu um 17% miðað við árið 2003 vegna minni afla. Á síðasta ári...
08.03.2005
Færeyska skipið Finnur Fríði FD 86 kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkvöldi með um 2300 tonn af loðnu og voru kreist hrogn úr farminum til frystingar. Strax á eftir Finni Fríða kom til löndunar skoska skipið Challenge FR 226 með um 1400 tonn af kolmunna og Hoffellið bíður...
02.03.2005
Fyrsti kolmunnafarmurinn sem berst til Íslands á þessu ári kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun. Það var írska skipið Western Endeavour D 653 sem kom með 2100 tonn, sem skipið fékk vestur af Írlandi. Skipið var tvo og hálfan sólarhring að sigla af miðunum til...
02.03.2005
Loðnuvinnslan h/f óskar eftir að ráða starfsmann til skrifstofustarfa. Starfið felst m.a. í að hafa umsjón með tölvuvinnslu og launaútreikningum. Góð tölvukunnátta er nauðsynleg og viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun maí n.k. Skriflegar umsóknir er greini...
01.03.2005
Björgvin Már Hansson hefur verið ráðinn verkstjóri hjá LVF í stað Ólafs Reynissonar. Björgvin Már er frá Stöðvarfirði, fæddur 12. ágúst 1974. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 1995 og prófi frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði árið 2000....