Björgvin Már Hansson hefur verið ráðinn verkstjóri hjá LVF í stað Ólafs Reynissonar. Björgvin Már er frá Stöðvarfirði, fæddur 12. ágúst 1974. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 1995 og prófi frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði árið 2000. Hann hefur starfað sem verkstjóri hjá Skútuklöpp ehf á Stöðvarfirði frá 2001. Hann er í sambúð með Eyrúnu Maríu Elísdóttur og eiga þau dæturnar Mist og Heiðbrá.

Björgvin Már er boðinn velkominn til starfa hjá LVF og jafnframt er Ólafi Reynissyni færðar þakkir fyrir vel unnin störf sín.