Hagnaður Loðnuvinnslunnar h/f á Fáskrúðsfirði árið 2004 nam kr. 51 millj. eftir skatta, en var kr. 129 millj. árið 2003.

Rekstrartekjur félagsins að frádregnum eigin afla voru kr. 2,2 milljarðar og lækkuðu um 17% miðað við árið 2003 vegna minni afla. Á síðasta ári bárust 93.600 tonn af sjávarafla til Loðnuvinnslunnar, en 128.000 tonn árið 2003, sem er mesti afli sem borist hefur til Fáskrúðsfjarðar á einu ári.

Hagnaður án afskrifta og fjármagnskostnað nam kr. 217 millj. sem er 10% af tekjum. Veltufé frá rekstri nam kr. 180 millj. sem er 8% af tekjum, en var 14% af tekjum árið 2003. Afskriftir voru kr. 220 millj. og lækkuðu um 47 millj. frá fyrra ári.

Eigið fé félagsins var í árslok kr. 1.486 millj., sem er 50% af niðurstöðu efnahagsreiknings, en var 48% árið 2003.

Nettó skuldir LVF voru í árslok kr. 1.043 millj. og hækkuðu um 97 millj. frá árinu á undan. Fjárfestingar félagsins námu kr. 346 millj.

Á launaskrá Loðnuvinnslunnar komu 350 manns á síðasta ári, en að jafnaði störfuðu þar 190 manns.

Hluthafar í árslok voru 223. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 84% hlutafjárins.

Aðalfundur Loðnuvinnslunnar verður haldinn á Hótel Bjargi föstudaginn 8. apríl n.k. og hefst kl. 18.30.