Líflegt hefur verið við höfnina á Fáskrúðsfirði síðustu daga. Á efri myndinni er H. Östervold á förum eftir að hafa landað um 694 tonnum af loðnu, og í hans stað kemur að bryggju Strand Senior með um 125 tonn. Á neðri myndinni er svo Slatteroy sem landar um 65 tonnum...
Steinevik kemur í nótt með 450 tonn af loðnu sem er fullþroskuð fyrir Japansmarkað. Loðnan var fengin í aðeins aðeins 3 tíma siglingu frá Fáskrúðsfirði.
Í kvöld kemur Ingrid Majala með rúm 150 tonn af loðnu til frystingar og í nótt kemur svo Sæbjörn með 430 tonn af loðnu til frystingar. Loðnan er fersk og falleg enda veiðin aðeins 20 til 40 mílur austur af Fáskrúðsfirði. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn meðan...