Kolmunni

Bergur VE 44 er að landa um 300 tonnum af kolmunna hjá LVF, en skipið kom inn til Fáskrúðsfjarðar vegna brælu.

Fulltrúafundur KFFB

Fulltrúafundur KFFB verður haldinn á Hótel Bjargi fimmtudaginn 9. desember 2004 kl. 18.00. Fundarefni: Fækkun félagsdeilda, endurmat stofnsjóðs félagsmanna og önnur mál. Kvöldverður á hótelinu að loknum fundi.

Kolmunnalöndun

Bergur VE 44 landaði í gær hjá LVF 865 tonnum af kolmunna. Aflinn fékkst í færeysku lögsögunni.

Bergur landar

Bergur VE 44 landaði um 260 tonnum af kolmunna hjá LVF í gær, en skipið kom inn vegna smávægilegrar bilunar. Treg kolmunnaveiði hefur verið að undanförnu bæði í íslensku og færeysku lögsögunni.

Uppgjör LVF 1/1-30/9 2004

Tap varð af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f fyrstu 9 mánuði ársins 2004 að fjárhæð kr. 52 millj. eftir skatta samanborið við kr. 74 millj. hagnað á sama tímabili 2003. Rekstrartekjur félagsins voru kr. 1.702 millj. og drógust saman um kr. 324 millj. eða um 16% miðað við...

Víkingur landar hjá LVF

Víkingur AK 100 er að landa um 100 tonnum af síld hjá LVF sem skipið fékk í Berufjarðarál. Nú er bræla á síldarmiðunum.