Færeyska skipið Finnur Fríði FD 86 kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkvöldi með um 2300 tonn af loðnu og voru kreist hrogn úr farminum til frystingar. Strax á eftir Finni Fríða kom til löndunar skoska skipið Challenge FR 226 með um 1400 tonn af kolmunna og Hoffellið bíður löndunar með um 1300 tonn af loðnu. Loðnuveiðin hefur síðustu daga verið út af Breiðafirði og er um 400 mílna sigling til Fáskrúðsfjarðar af miðunum, en hins vegar er 650 mílna sigling til Fáskrúðsfjarðar af kolmunnamiðunum.