Fyrsti kolmunnafarmurinn sem berst til Íslands á þessu ári kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun. Það var írska skipið Western Endeavour D 653 sem kom með 2100 tonn, sem skipið fékk vestur af Írlandi. Skipið var tvo og hálfan sólarhring að sigla af miðunum til Fáskrúðsfjarðar. Á myndinni sést Western Endeavour leggjast að bryggju í blíðunni á Fáskrúðsfirði í morgun.