Saksaberg landar

Færeyska skipið Saksaberg FD 125 landaði hjá LVF í gær um 400 tonnum af loðnu.

LVF yfir 20.000 tonn

Í nótt var landað loðnu úr tveimur skipum. Það voru Víkingur AK 100 sem var með 539 tonn og Hoffell SU 80 með 714 tonn. Bræla hefur verið á miðunum og hefur fjöldi skipa bæði íslenskra og erlendra legið af sér bræluna við bryggju á Fáskrúðsfirði. LVF hefur nú tekið á...

Þrír bátar landa loðnu

Svanur RE 45 landaði í nótt 1223 tonnum af loðnu hjá LVF og í morgun landaði Bergur VE 44 1195 tonnum. Þá landaði færeyska skipið Saksaberg FD 125 frá Götu 300 tonnum.

Afskipanir á mjöli og lýsi

Hinn 23. janúar 2005 lestaði flutningaskipið Satúrn 1430 tonn af mjöli til Danmerkur og í dag lestaði Freyja 1200 tonn af lýsi, sem skipið flytur til Noregs.

Loðnan streymir á land

Ingunn AK 100 landaði í nótt um 2000 tonnum af loðnu hjá LVF og Faxi RE 9 kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með 1400 tonn. Þá er von á Bergi VE 44 síðar í dag með 1200 tonn.

Tveir landa loðnu

Víkingur Ak 100 landaði í nótt 636 tonnum af loðnu og Ísleifur VE 63 440 tonnum.