Í nótt var landað loðnu úr tveimur skipum. Það voru Víkingur AK 100 sem var með 539 tonn og Hoffell SU 80 með 714 tonn. Bræla hefur verið á miðunum og hefur fjöldi skipa bæði íslenskra og erlendra legið af sér bræluna við bryggju á Fáskrúðsfirði.

LVF hefur nú tekið á móti 20700 tonnum af loðnu og er það mesta magn sem verksmiðjan hefur tekið á móti í janúarmánuði frá upphafi, en verksmiðjan tók til starfa í janúar 1996.