Hoffell landaði í dag 460 tonnum af loðnu sem veiddist út af Vestfjörðum. Frá áramótum hefur verið landað á Fáskrúðsfirði 41.800 tonnum af loðnu og 3.600 tonnum af kolmunna eða um 45.000 tonnum. Á loðnuvertíðinni 2003 bárust til Fáskrúðsfjarðar um 30.000 tonn af loðnu og um 5000 tonn af kolmunna. LVF er því búin að taka á móti 10.000 tonna meiri afla það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra. Þá hafa verið fryst 822 tonn af loðnu fyrir Japansmarkað og um 350 tonn af loðnuhrognum.


Loðnuvertíðin var mjög sérstök að þessu sinni. Veiðin byrjaði strax eftir áramótin og var ágætis veiði í janúar og fram í febrúar. Um 20. febrúar var veiðin orðin mjög lítil út af Suðurland. Þá fóru skipin að fá loðnu út af Breiðafirði og síðar út af Vestfjörðum og um svipað leyti fengu nokkur skip loðnu fyrir norðan land eða út Héðinsfirði. Heildarkvóti íslenskra skipa á vetrarvertíð 2005 var 748.000 tonn og skv. skýrslu Samtaka fiskvinnslustöðva í dag er eftir að veiða um 180.000 tonn eða 24% úthlutaðs kvóta á vetrarvertíð.