Aðalfundir 2006

Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 31. mars n.k. kl. 17.30. Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 31. mars n.k. kl. 18.30. Sameiginlegur kvöldverður verður að loknum...

Bátarnir frá Götu

19. mars. Þeir hafa verið drjúgir bátarnir frá Götu í Færeyjum að landa á Fáskrúðsfirði í vetur. Enn bætist við því Tróndur í Götu byrjaði að landa í kvöld 2500 tonnum af kolmunna sem hann veiddi á Rockall svæðinu.

Kolmunnalöndun

Danski báturinn Beinur frá Hirtshals er að landa 1300 tonnum af kolmunna sem fékkst vestur af Rockall. Samtals er búið að taka á móti u.þ.b. 17.200 tonnum af kolmunna á þessu ári.

Júpiter landar

Færeyska skipið Júpiter frá Götu kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 2000 tonn af kolmunna. Aflinn fékkst suð-vestur af Rockall og var um 580 sjómílna sigling til Fáskrúðsfjarðar.

Taits kominn á ný

Skoska kolmunnaskipið Taits kom í gærkvöldi til Fáskrúðsfjarðar með um 1300 tonn af kolmunna af miðunum við Rockall, en áður hafði Taits landað 26. febrúar s.l.