Hagnaður KFFB 66 millj. króna

Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga var haldinn 31. mars s.l. Hagnaður félagsins skv. samstæðureikningi nam kr. 66 millj., sem skýrist af stærstum hluta af hagnaði af sölu hlutabréfa. Eigið fé félagsins í árslok nam kr. 1.439 millj. sem er 96% eiginfjárhlutfall....

Hagnaður LVF 44 millj. króna

Hagnaður Loðnuvinnslunnar h/f á Fáskrúðsfirði árið 2005 nam kr. 44 millj. eftir skatta, en var kr. 80 millj. árið 2004. Rekstrartekjur félagsins að frádregnum eigin afla voru kr. 2.263 millj. og hækkuðu um 1,4% miðað við árið á undan. Rekstrargjöld voru kr. 2.017...

Aðalfundir 2006

Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 31. mars n.k. kl. 17.30. Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 31. mars n.k. kl. 18.30. Sameiginlegur kvöldverður verður að loknum...

Bátarnir frá Götu

19. mars. Þeir hafa verið drjúgir bátarnir frá Götu í Færeyjum að landa á Fáskrúðsfirði í vetur. Enn bætist við því Tróndur í Götu byrjaði að landa í kvöld 2500 tonnum af kolmunna sem hann veiddi á Rockall svæðinu.

Kolmunnalöndun

Danski báturinn Beinur frá Hirtshals er að landa 1300 tonnum af kolmunna sem fékkst vestur af Rockall. Samtals er búið að taka á móti u.þ.b. 17.200 tonnum af kolmunna á þessu ári.