Loðnulöndun

Færeyska skipið Tróndur í Götu kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 2400 tonn af loðnu sem veiddist við Vestmannaeyjar. Loðnan fór bæði í frystingu og bræðslu.

Loðnu- og kolmunnalandanir

11. febrúar. Norðborg frá Klaksvík landaði 2400 tonnum af loðnu í bræðslu og frystingu í gær. Í nótt er Finnur Fríði væntanlegur með 2400 tonn af kolmunna sem veiddist í alþjóðasjónum vestur af Írlandi. Er þetta þriðja kolmunnalöndunin á þessu ár því áður lönduðu...
Fyrsti kolmunninn kominn

Fyrsti kolmunninn kominn

Í morgun kom færeyski báturinn Júpiter með 2000 tonn af kolmunna til Fáskrúðsfjarðar og er þetta fyrsta kolmunnalöndunin á árinu. Skipið fékk þennan afla vestur af Írlandi og eru u.þ.b. 700 mílna sigling til Fáskrúðsfjarðar. Myndin er af Júpiter á leið inn...

Ritari óskast

Loðnuvinnslan h/f óskar eftir að ráða ritara við frystihúsið á Fiskeyri. Starf ritara er hlutastarf og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1. febrúar 2006. Skriflegar umsóknir sendist til Þorra Magnússonar, framleiðslustjóra.

Jólakveðja

Loðnuvinnslan h/f óskar starfsfólki sínu, hluthöfum, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.